21 árs íslensk stjarna hjá Inter í liði ársins á Ítalíu!

Íþróttaveitan DAZN stóð nýverið fyrir kosningu um knattspyrnulið ársins í […]

Íþróttaveitan DAZN stóð nýverið fyrir kosningu um knattspyrnulið ársins í kvennadeild Seríu A og þátttakendur hennar völdu hina 21 árs Cecilíu Rán Rúnarsdóttur í markið.

Cecilía hefur verið á láni hjá Inter frá Bayern München á þessu tímabili og mun dvelja á Ítalíu fram á vor. Hún hefur farið á kostum í markinu hjá Inter og haldið hreinu alls sex sinnum í 11 deildarleikjum hjá ítalska stórliðinu sem er í öðru sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir Juventus. Hér sást mögnuð tilþrif hjá Cecilíu þegar hún lék í nágrannaslag AC Milan og Inter Milan fyrr á þessu tímabili á San Siro í Mílanó. Þetta var í fyrsta skipti sem kvennaliðin í Mílanó mættust á þessum sögufræga leikvangi.

Cecilía lék hjá Aftureldingu/Fram og Fylki á Íslandi og hefur einnig verið á mála hjá Örebro í Svíþjóð og Everton á Englandi. Hún skrifaði undir fjögurra ára samning hjá Bayern München sumarið 2022 og var lánuð til Ítalíu í sumar til að öðlast dýrmæta reynslu.

Mynd af heimasíðu Inter – Inter.it

Cecilía er aðalmarkvörður íslenska landsliðsins og á 13 landsleiki að baki frá 2020. Hún var aðeins 16 ára, 7 mánaða og 7 daga þegar hún þreytti frumraun sína með íslenska landsliðinu 4. mars 2020 gegn Norður-Írlandi og því yngsti markvörður sem hefur spilað aðalliðsleik í sögu landsliðsins. Cecilía er fædd 26. júlí 2003 og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér!

Betsson óskar Cecilíu til hamingju! Betsson Sport er aðalsamstarfsaðili Inter.