Betsson Sport á treyjum Inter!

Sænski veðmálarisinn Betsson, sem fagnaði 60 ára afmæli sínu á […]


Sænski veðmálarisinn Betsson, sem fagnaði 60 ára afmæli sínu á síðasta ári hefur gert samning við Inter um að Betsson Sport upplýsinga- og afþreyingarmerkið verði á treyjum ítalska knattspyrnufélagsins.

Nýju treyjurnar sýna í fyrsta sinn tvær stjörnur, sem tákna 20. Scudetto sigur Inter í ítölsku deildinni. Bandalagið sameinar tvö áberandi nöfn hvort á sínu sviði sem státa af ríkri arfleifð. Þessi fjögurra ára samningur er stærsti treyjustyrktarsamningur í sögu félagsins sem og hjá Betsson. Inter er Seríu A meistari og komst í úrslit Meistaradeildar á síðsta tímabili og Betsson nær til íþróttaáhugamanna um allan heim. Samstarfið mun án efa efla Inter og aðdáendahóp þess og auka vinsældir Betsson.

„Þessi styrktarsamningur er sá stærsti til þessa hjá Betsson,“ sagði Jesper Svensson, forstjóri Betsson. „Þetta gerir okkur kleift að tengjast ástríðufullum fótboltaaðdáendum á Ítalíu og um allan heim. Markmið okkar er að vera meira en styrktaraðili – við viljum vera samstarfsaðili sem gefur félaginu og stuðningsmönnum spennu og gildi. Þessi samningur styrkir stefnumótandi vöxt okkar á lykilmörkuðum og undirstrikar skuldbindingu okkar til að staðsetja Betsson sem leiðandi alþjóðlegt íþróttamerki innan greinarinnar.“

„Við erum ánægð með að bjóða Betsson velkomið í Nerazzurri fjölskylduna sem opinberan aðalsamstarfsaðila og að hafa skrifað undir þennan sögulega samning sem setur Betsson Sport merkið framan á nýju búningana okkar. Með víðtæku umfangi og nýstárlegri nálgun samstarfsaðila okkar erum við í stakk búnir til að stækka alþjóðlegan aðdáendahóp okkar,“ sagði Alessandro Antonello, framkvæmdastjóri Internazionale.

Betsson Group styrkir íþróttir um allan heim, með sterka viðveru í ýmsum íþrótta- og fótboltafélögum. Betsson er aðalstyrktaraðili Boca Juniors, Racing Club de Avellaneda og Atlético Nacional Í Rómönsku Ameríku. Á Ítalíu á upplýsinga- og afþreyingarmerkið Betsson Sport í samstarfi við félög eins og Napoli og Torino og Francesco Totti er sendiherra þess.

Internazionale Milano

Internazionale Milano, eða Inter, sem var stofnað árið 1908, er þekkt á heimsvísu sem eitt sigursælasta fótboltalið heims.

Bikarsöfnun félagsins inniheldur 20 ítalska meistaratitla, 9 ítalska bikarmeistaratitla, 8 ítalska ofurbikara, 3 UEFA-bikara, 2 Evrópubikara, 1 UEFA meistaradeild, 2 millilandbikara og 1 HM félagsliða. Inter er eitt af sjö liðum sem hafa unnið þrennuna – Meistaradeild, landsmeistaratitil og bikarkeppni – á sama ári (2010), og eina ítalska félagið sem aldrei hefur fallið um deild í 113 ára sögu sinni. Inter er alþjóðlegt vörumerki með meira en 500 milljónir fylgjenda um allan heim.

Betsson Group

Betsson Group, sem upphaflega var stofnað árið 1963, er leiðandi á heimsvísu í afþreyingariðnaðinum og býður neytendum margvíslega þjónustu, þar á meðal leiki og veðmál. Framtíðarsýn fyrirtækisins er að veita bestu upplifun viðskiptavina í greininni. Sjálfbærni er samþættur hluti af stefnu Betsson, þar sem rík ábyrgð gagnvart viðskiptavinum, starfsmönnum og samfélögum er forsenda þess að reka farsælt fyrirtæki.

Hjá Betsson Group starfa meira en 2.000 manns í Evrópu, Suður Ameríku, Asíu og Norður Ameríku. Móðurfélagið Betsson AB er skráð á Nasdaq Stockholm Large Cap. Lestu meira á: www.betssongroup.com og www.betssonab.com

Frá vinstri til hægri, Stefano Tino, Herra Alessandro Antonello, Jesper Svensson, Herra Luca Danovaro og Ronni Hartvig.