Eurovision Reynir spáir í Söngvakeppnina

Eurovision Reynir skoðar hvaða flytjendur eru líklegastir til að komast í […]

Eurovision Reynir skoðar hvaða flytjendur eru líklegastir til að komast í lokaeinvígið á úrslitakvöldinu 2. mars. Smelltu hér til að veðja á sigurvegarann á Betsson.

Sérfræðingur Betsson í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Reynir Þór Eggertsson, Eurovision Reynir, spáir hér í spilin fyrir úrslitahelgina framundan en þá ræðst hvaða lag verður flutt í Malmö í vor, ef Ísland tekur þátt í ár, sem enn er óráðið.

Gefum Reyni Þór orðið:

„Ég er á sömu nótum og áður, að það er erfitt að spá fyrir um það hvað nokkurra manna dómnefnd gerir.

Fyrir fyrri undankeppnina heyrði ég mest talað um VÆB og svo Anitu, fyrir utan auðvitað Bashar. Umræðan um hann hefur þó mest snúist um persónu hans og svo hvort fólki finnist lagið vera nógu sterkt. Aftur á móti virðist mér sem áherslan í umræðunni sé á hin lögin tvö. 

Eftir seinna undanúrslitakvöldið sýnist mér sem umræðan sé að breikka. Margir tala um að öll lögin þetta seinna kvöld hafi verið sterkari en lögin á fyrra kvöldinu, en það getur auðvitað bara verið vegna þess að hljóðið var betra á því síðara var betra hjá öllum, allavega fannst mér það,“ segir Reynir.

Svona skiptist áhorf á lifandi flutning á Youtube og svo streymi á Spotify (íslenska + enska):
Anita – 15.000 39.000 + 24.000 = 63.000
Bashar Murad – 11.000 33.000 + 27.000 = 60.000
VÆB – 11.000 66.000 + 22.000 = 88.000
Sigga Ózk – 4.800 33.000 + 19.000 = 52.000
Hera Björk – 4.300 18.000 + 15.000 = 33.000

„Hérna er athyglisvert að VÆB hefur bara náð 11.000 spilunum á YouTube á heilli viku, meðan Bashar hefur náð sömu tölu á innan við sólarhring. Það getur þó bara verið vegna umræðunnar um þátttöku hans og að fólk hafi því meiri áhuga á að horfa á hann. VÆB hafa aftur móti langmestu spilunina á Spotify. Anita hefur forskotið á YouTube eftir viku.

Mér finnst líklegt að Spotify-spilanir séu (yngri) íslenskir hlustendur, en að YouTube-áhorfið sé kannski frekar alþjóðlegir aðdáendur sem eru að fylgjast með forkeppnunum vítt og breitt.

Hera Björk og Sigga Ózk hafa svipað áhorf en Hera Björk er talsvert neðar í Spotify-streyminu. Anita hefur náð mestu áhorfi á YouTube á heilli viku og er með næstmestu hlustunina. Allar þrjár eru með dansvæn popplög og róa þannig á sömu mið. Það gæti orðið til þess að þær skipta á milli sín „sömu“ kjósendunum. 

Miðað við streymismuninn er það þó áhugavert að Hera Björk hafi komist beint í úrslit –fékk sem sagt fleiri atkvæði en Sigga Ózk – svo að kannski er það lifandi flutningurinn sem er að fleyta Heru Björk hærra en streymið benti til. Og auðvitað gæti það gert gæfumuninn í úrslitunum. Hún er reynslubolti og afskaplega traustur flytjandi.

Bashar fær augljóslega atkvæði þeirra sem mótmæla þátttöku Ísraels í keppninni – ef þeir velja að kjósa – og svo heillar auðvitað lagið einhverja líka – það sker sig úr. Mér finnst ólíklegt að dómnefnd fari að draga hann niður. VÆB eru líklega að fá atkvæði yngstu kynslóðanna, en hvort dómnefnd dragi þá niður (sem mér finnst nokkuð líklegt) er spurning.

Ætli ég telji þó ekki að líklegasta einvígið út frá 100 prósent símakosningu verði Bashar og VÆB, en að annaðhvort Hera Björk eða Anita gæti komist á topp 2 gegnum dómnefndina í staðinn fyrir VÆB, og þá á móti Bashar. 

Hvað svo gerist þar, tel ég ólíkegt að fólk flykki sér á móti Bashar, og í raun meiri líkur á að fólk kjósi á móti VÆB, verði þeir í úrslitum,“ segir Reynir Þór sem er meðal allra reyndustu Eurovision greinenda þjóðarinnar.

Myndin hér fyrir ofan er tölvuteikning af því hvernig svið Eurovisonkeppninnar mun líta út þegar keppnin fer fram í Malmö í maí og er okkar maður Reynir á innfelldu myndinni.