Júró-Reynir spáir VÆB sigri!

Betsson heyrði í helsta Eurovision-sérfræðingi þjóðarinnar, Reyni Þór Eggertssyni, í […]

Betsson heyrði í helsta Eurovision-sérfræðingi þjóðarinnar, Reyni Þór Eggertssyni, í aðdraganda úrslita Söngvakeppninnar sem fara fram á laugardagskvöldið 22. febrúar.

Ég er á sömu nótum og áður, að það er erfitt að spá fyrir um það hvað nokkurra manna dómnefnd gerir.

Fyrir undankeppnirnar heyrði ég mest talað um VÆB og svo Júlí & Dísu, en svona líta streymistölurnar út.

Flytjandi Youtube (video (Í + E) + lifandi) Spotify (íslenska + enska):
VÆB (1) 125.000 + 26.000 = 151.000  (íslenska) 184.000
Tinna (2)  27.000 + 7.200 + 6.000 = 40.200 53.000 + 33.000 = 86.000
Júlí & Dísa (2) 22.000 + 5.900 + 5.500 = 33.400 50.700 + 35.000 = 85.700
Ágúst (1) 20.000 + 8.900 + 8.600 = 37.500 50.000 + 26.000 = 76.000
Stebbi Jak (1) 18.000 + 4.500 + 9.000 = 31.500 29.000 + 15.000 = 44.000
Bjarni Ara (2) 16.000 + 2.200 = 18.200 (íslenska) 21.000

Það er ekki marktækur munur á streymi á Júlí & Dísu og Tinnu í forkeppnunum. Þessi 2 lög eru þó augljóslega á topp 3 með VÆB, en Ágúst hefur safnað ágætu YouTube-streymi á lengri tíma. Ég held að þetta verði topp 3 í símakosningunni.

Stebbi Jak er með mun minna á Spotify, þótt YouTube-streymin frá undankeppnunum séu ögn fleiri en hjá Ágústi. Stebbi á nokkuð vís atkvæði þeirra Íslendinga sem alltaf kjósa rokklag kvöldsins óháð gæðum. Þetta er hópur sem hlustar kannske ekki á lagið á netinu en er nógu stór til að geta skilað honum í símakosningu inn á topp 3 og hugsanlega á topp 2, en ég held að dómnefndin dragi hann niður, svo að ég held að hann lendi ekki ofar en í 4. sæti í heildina.

Bjarni Ara virðist reka lestina og varla eiga séns miðað við þetta áhugaleysi, en það getur auðvitað breyst. Hann gæti fengið atkvæði þeirra sem vilja hefðbundnar ballöður og gæti náð að verða í 4.-5. sæti í símakosningunni, en ég held að dómnefndin setji hann varla ofarlega. Líklega verður hann neðstur samtals.

Það er erfiðara að meta Ágúst. Enska útgáfan af því hefur fengið mest streymi á YouTube af öllum 4 lögunum sem eru til á ensku. Það gæti því bent til þess að erlend dómnefnd gæti sett það ofarlega. Ég á þó ekki von á því.

Eins og ég sagði að ofan held ég að VÆB, Tinna og svo Júlí & Dísa verði á topp 3 í símakosningunni, þótt Stebbi Jak geti sett strik í reikninginn. Hann á þó engan séns á sigri, tel ég. Bjarni Ara er svo ekki að fara að vinna dómnefndina.  VÆB eru orðnir mun betri flytjendur en í fyrra, með lag sem er grípandi – vísar í írska þjóðlagatónlist, sjóaraslagara og alls kyns annað, og persónulega held ég að þeir ættu að vinna og keppa í Eurovision, úr því að Birgó komst ekki áfram!

Af hinum tveimur topp 3 lögunum, verð ég að segja að ég tel líklegra að þau myndu setja Tinnu í efsta sæti en Júlí & Dísu, segir Reynir Þór að lokum.

Hér geturðu veðjað á úrslit Söngvakeppninnar á Betsson.